Til baka í verkefni

Gjöll – Brunavarnir á Íslandi

Gagnagrunnur um brunavarnir Íslands með gagnvirku korti og opnu aðgengi.

Lengd12 mánuðir
Flokkur
Tækni
Supabase
Vite
Vue.js 3
PostgreSQL
Gjöll project overview

Gjöll er stafrænn gagnagrunnur og veflausn sem heldur utan um öll staðfest eldsvoðaatvik með dauðsföllum á Íslandi frá 1968 til 2025. Lausnin sameinar ítarlega handvirka gagnaöflun, þrístaðfestingu og opið aðgengi að gagnvirku korti, tímaraðagreiningu og útflutningi gagna. Markmiðið er að varpa ljósi á þróun brunaöryggis á Íslandi og skapa rekjanlegt og traust gögn til stefnumótunar, rannsókna og fræðslu. Gögnin eru einnig aðgengileg í gegnum Gagnís gagnagrunn Háskóla Íslands.

Verkefnið hófst árið 2023 sem persónuleg rannsókn á gæðum opinberrar tölfræði og hefur leitt í ljós kerfisbundinn misbrest í opinberri skráningu. Niðurstöðurnar sýna m.a. að engin dauðsföll hafa orðið í byggingum reistum eftir gildistöku nýrra byggingareglugerða árið 1998.

Gjöll er nafn sótt í norræna goðafræði – á sem rennur í Helheimi – og vísar bæði til alvöru rannsóknarinnar og tilgangs hennar: að draga lærdóm af fortíðinni til að koma í veg fyrir harmleik í framtíðinni.

Tæknistaflinn

Supabase

Þjónusta

Vite

Verkfæri

Vue.js 3

Framework

PostgreSQL

Gagnagrunnur

Skoða verkefnið