Magnús Smári Smárason
Endurskilgreinum mörk hins mögulega

Valin verkefni
Ég nálgast gervigreind eins og flest það sem vert er að sækjast eftir: byrja á spurningu sem skiptir máli, kafa í ringulreiðina, prófa, brjóta, læra og prófa aftur. Fylgja slóðinni með forvitni. Vita hvenær maður er kominn út fyrir þekkingarsviðið sitt og sækja sér fræðslu. Leita eftir hjálp. Hjálpa öðrum. Halda auðmýktinni.
Greinar & Hugsanir
Innsýn í gervigreind, tækni og nýsköpun. Hagnýtar leiðbeiningar og fróðleikur úr heimi AI.

Fyrirtaksfyrirmæli v.1
Tvö öflug fyrirmæli til að umbreyta óskipulögðum hugmyndum í skipulögð prompt og búa til djúprannsóknarfyrirmæli. Þessi verkfæri hjálpa þér að fá meira út úr gervigreindartólum eins og Claude, ChatGPT og Perplexity.

React2Shell og uppfærsla vefsíðunnar minnar
React2Shell er hættuleg öryggisgalli sem hefur áhrif á vefsíður með Next.js. Ég hef uppfært smarason.is til að tryggja öryggi.

Frá Skuggainnleiðingu til stefnu: Greining á kerfisáhættu á íslenskum vinnumarkaði
Nýleg alþjóðleg skýrsla frá KPMG og University of Melbourne (Trust, attitudes and use of artificial intelligence: A global study 2025) staðfestir varhugaverða þróun: 70% starfsmanna nota nú ókeypis, almenn gervigreindarverkfæri í vinnunni, á sama tíma og aðeins 41% segja að vinnuveitandi þeirra hafi nokkra stefnu um notkun þeirra.
Nýjustu Podcast Þættir
Djúpar samræður um gervigreind, framtíð tækni og hvernig við getum nýtt AI á siðferðislegan hátt til að bæta samfélög okkar.

Múrarameistarinn sem lifir það sem aðrir skrifa bækur um
Samtal við Smára Sigurðsson múrarameistara um handverk, ábyrgð og lífið áður en tölvuöldin tók við. Hvernig lærist Deep Work og stóísk heimspeki ekki úr bókum heldur með því að horfa á meistara vinna og handlanga verkfærin á réttum tíma.
Gestir:

Er íslenskan týnd í þýðingu? Tungumálið, tæknin og framtíðin.
Er íslenskan að týnast í þýðingu á stafrænum tímum? Í nýjasta þætti Temjum tæknina ræði ég við Lilju Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóra Almannaróms. Við köfum ofan í stöðu tungumálsins á öld gervigreindar og ræðum hvernig við tryggjum að íslenskan verði gjaldgeng í tæknisamfélagi framtíðarinnar, en endi ekki sem fornminjar á safni.
Gestir:

Skugginn í vélinni: Að leita að mennskunni í stafrænu ræsi
Er gervigreind bara tækni eða endurspeglun á okkur sjálfum? Gestir þáttarins eru Dr. Roberto Buccola og Giorgio Baruchello heimspekingur. Við ræðum tengsl tækni, sálfræði og goðsagna og skoðum ólíka menningarheima Íslands og Sikileyjar sem myndlíkingu á hvernig við nálgumst hið ómeðvitaða.
Gestir:
Hlustið á podcast á ykkar uppáhalds vettvangi:


