Magnús Smári Smárason

Endurskilgreinum mörk hins mögulega

Magnús Smári Smárason

Valin verkefni

Ég nálgast gervigreind eins og flest það sem vert er að sækjast eftir: byrja á spurningu sem skiptir máli, kafa í ringulreiðina, prófa, brjóta, læra og prófa aftur. Fylgja slóðinni með forvitni. Vita hvenær maður er kominn út fyrir þekkingarsviðið sitt og sækja sér fræðslu. Leita eftir hjálp. Hjálpa öðrum. Halda auðmýktinni.

View project Arctic Tracker: Gagnadrifin innsýn í viðskipti með norðurslóðategundir
Vefsíðan
Valið
ágúst 20256 months

Arctic Tracker: Gagnadrifin innsýn í viðskipti með norðurslóðategundir

Samstarfsverkefni með Tom Barry pHd við Háskólann á Akureyri um áhrif verndunarúrræða á viðskipti með afurðir af norðurslóðategundum.

Supabase
React
Vite
TypeScript
+1 fleiri
Skoða verkefni
View project Smarason.is – Endurbygging
New web
Valið
ágúst 20253 mánuðir

Smarason.is – Endurbygging

Tæknin á að þjóna fólki — vefurinn er brú milli hugmynda og samfélags, ekki áfangastaðurinn sjálfur.

Framer Motion
Next.js 15.3
Vercel
Sanity CMS
+1 fleiri
Skoða verkefni
View project Gjöll – Brunavarnir á Íslandi
Gjöll project overview
Valið
ágúst 202512 mánuðir

Gjöll – Brunavarnir á Íslandi

Gagnagrunnur um brunavarnir Íslands með gagnvirku korti og opnu aðgengi.

Supabase
Vite
Vue.js 3
PostgreSQL
Skoða verkefni

Nýjustu Podcast Þættir

Djúpar samræður um gervigreind, framtíð tækni og hvernig við getum nýtt AI á siðferðislegan hátt til að bæta samfélög okkar.

Meistarinn og sveinninn. Unnið að endurbótum í desember 2025.
S2E6
120:00

Múrarameistarinn sem lifir það sem aðrir skrifa bækur um

Samtal við Smára Sigurðsson múrarameistara um handverk, ábyrgð og lífið áður en tölvuöldin tók við. Hvernig lærist Deep Work og stóísk heimspeki ekki úr bókum heldur með því að horfa á meistara vinna og handlanga verkfærin á réttum tíma.

Gestir:

Smári Sigurðsson- Múrarameistari
#handverk#deep-work#stoisismi+6 fleiri
Stafurinn Æ
S2E5
45:00

Er íslenskan týnd í þýðingu? Tungumálið, tæknin og framtíðin.

Er íslenskan að týnast í þýðingu á stafrænum tímum? Í nýjasta þætti Temjum tæknina ræði ég við Lilju Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóra Almannaróms. Við köfum ofan í stöðu tungumálsins á öld gervigreindar og ræðum hvernig við tryggjum að íslenskan verði gjaldgeng í tæknisamfélagi framtíðarinnar, en endi ekki sem fornminjar á safni.

Gestir:

Lilja Dögg Jónsdóttir- Framkvæmdarstjóri Almannaróms
#Tækni og vísindi#Máltækni#Samfélag og menning+3 fleiri
Mynd sem ég tók í Palazzo Adriano, ekkert AI var notað við gerð hennar, nema líklegast eitthvað sjálfvirkt í símanum mínum....
S2E4
60

Skugginn í vélinni: Að leita að mennskunni í stafrænu ræsi

Er gervigreind bara tækni eða endurspeglun á okkur sjálfum? Gestir þáttarins eru Dr. Roberto Buccola og Giorgio Baruchello heimspekingur. Við ræðum tengsl tækni, sálfræði og goðsagna og skoðum ólíka menningarheima Íslands og Sikileyjar sem myndlíkingu á hvernig við nálgumst hið ómeðvitaða.

Gestir:

Roberto Buccola- Sálfræðingur
Giorgio Baruchello- Professor

Hlustið á podcast á ykkar uppáhalds vettvangi:

Skoða alla þætti