Gagnleg verkfæri og upplýsingar um gervigreind
Uppáhalds verkfærin mín
Þetta eru almenn verkfæri sem ég nota í flestum verkefnum. Til að koma sér á stað mæli ég með að kaupa áskrift annaðhvort af Claude eða ChatGPT og nota Perplexity til að leita að heimildum og upplýsingum.
Github
Að læra á Github og nota það til að halda utan um ýmis verkefni og sækja open source hugbúnað er að mínu mati afar mikilvæg þekking og hæfni í þessum AI veruleika
Skoða nánar →Ollama
Keyra gervigreindarlíkön á eigin tölvu, frábært fyrir þá sem vilja hafa fulla stjórn
Skoða nánar →Huggingface
Stærsta safn opinna gervigreindarlíkana og gagnasetta, ómissandi fyrir þá sem vilja kafa dýpra
Skoða nánar →Hvernig á að byrja samtal við gervigreind
Góð fyrirmæli (prompt) eru lykilatriði í árangursríkum samskiptum við gervigreind. Hér er einföld uppskrift að góðum fyrirmælum:
1. Skilgreindu hver þú ert
Til dæmis: "Ég er nemandi í háskóla" eða "Ég er kennari að undirbúa kennsluefni"
2. Útskýrðu þekkingarstig þitt
Til dæmis: "Ég er algjör byrjandi í forritun" eða "Ég hef grunnþekkingu á Excel"
3. Lýstu verkefninu
Mikilvægt er að vera nákvæmur í lýsingu: "Getur þú útskýrt fyrir mér skref fyrir skref hvernig ég get leyst þetta verkefni?"
Dæmi um góð fyrirmæli:
"Ég er háskólanemi í viðskiptafræði með litla reynslu af Excel. Getur þú útskýrt fyrir mér skref fyrir skref hvernig ég get búið til pivot töflu fyrir sölugögn? Vinsamlegast hafðu útskýringarnar nákvæmar og við skulum taka þetta í smáum skrefum þar sem ég get prófað og látið þig vita hvernig gengur."
Dæmi um fyrirmæli tengd starfi:
"Ég er verkefnastjóri í hugbúnaðarfyrirtæki og er að skipuleggja nýtt verkefni. Getur þú aðstoðað mig við að búa til verkáætlun sem tekur tillit til allra helstu þátta? Ég vil sérstaklega fá ráð um hvernig ég get nýtt gervigreind til að bæta verkefnastýringu, auka skilvirkni og tryggja betri samskipti innan teymisins."
Gervigreindarlíkön og viðmót
- Claude - Öflugt málvinnslulíkan með áherslu á öryggi og nákvæmni
- ChatGPT - Vinsælasta samtalslíkanið, gott fyrir almenna notkun
- xAI - Grok gervigreindarlíkanið frá Elon Musk og teymi hans
- DeepSeek - Öflugt málvinnslulíkan með áherslu á forritun
- Perplexity - Leitarvél knúin af gervigreind með nákvæmar heimildir
- Notebook LM - Gervigreindarlíkan frá Google með áherslu á rannsóknarvinnu
Þróunarumhverfi
- Cursor - Ritill með innbyggðri gervigreind (kennslumyndband)
- Replit - Þróunarumhverfi með gervigreindarstuðningi
- Bolt - Fullstack þróunarumhverfi með gervigreind
- Ollama - Keyrsla gervigreindarlíkana á eigin tölvu
- Hugging Face - Vettvangur fyrir opin gervigreindarlíkön
Myndgerð og skapandi verkfæri
- Midjourney - Framúrskarandi myndgerðartól
- Fooocus - Opinn hugbúnaður fyrir myndgerð
- Suno - Tónlistarsköpun með gervigreind
- Flux - Öflugt tól fyrir myndgerð og myndvinnslu
Fræðsla og YouTube
- Matt Berman - Aðgengilegar útskýringar á flóknum hugtökum
- Matt Wolfe - Reynslusögur úr daglegu lífi
- DeepLearning.AI - Námskeið í djúpnámi
- Daniel Miessler - Blogg um gervigreind og tækni
Agents og tilraunaverkefni
- CrewAI - Rammi fyrir að búa til Agents
- AG2 - Umhverfi fyrir Agents
- Storm - Staðbundinn gervigreindarspjallari
- Claude Dev - Þróunarverkfæri fyrir Claude
Fréttir og rannsóknir
- arXiv AI - Nýjustu vísindarannsóknir
- MIT Tech Review - Vandaðar greinar
- OpenAI blogg - Innsýn í framþróun
GitHub verkefni
- Whisper - OpenAI's talgervill og talgreiningarlíkan
- llama.cpp - Keyrsla á LLaMA líkönum á venjulegum tölvum
- Stable Diffusion WebUI - Vinsælt viðmót fyrir myndgerð
- LangChain - Rammi fyrir þróun gervigreindarforrita
- GPT Researcher - Sjálfvirkt rannsóknarverkfæri byggt á gervigreind