Um mig
Bakgrunnur og reynsla
Ég er Magnús Smári, spekúlant og grúskari með ástríðu fyrir því að kafa djúpt í málefni sem tengjast tækni, samfélagi og mannlegri tilvist. Sýn mín er sú að tækni eigi að efla mannleg tengsl og skapa tækifæri til að hægja á hraða samfélagsins, svo við getum notið augnabliksins og verið meira til staðar.
Frá 2022 hef ég einbeitt mér að því að rannsaka samfélagsleg áhrif gervigreindar og ábyrga nýtingu hennar, með það að markmiði að gera tæknina aðgengilega og skiljanlega.
Með 16 ára reynslu sem slökkviliðsmaður og bráðatæknir hef ég tileinkað mér lausnamiðað hugarfar og getu til að bregðast við flóknum áskorunum. Þessi reynsla hefur, ásamt óþreytandi forvitni og þrá eftir þekkingu, mótað sýn mína á hvernig við getum beislað kraft tækninnar á ábyrgan hátt.
Í gegnum starfsferil minn hef ég öðlast breiða reynslu úr mismunandi geirum. Ég starfaði sem sérfræðingur á Brunavarnasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sinnti lögfræðistörfum hjá verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju og var formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Auk þess hef ég gegnt fjölda trúnaðar- og félagsstarfa sem hafa styrkt hæfni mína til að vinna í krefjandi aðstæðum og tengjast fólki á breiðum grundvelli.
Í þessari vegferð hef ég lagt mig fram um að brúa bilið milli hraðrar tækniþróunar og mannlegra gilda. Með skrifum og verkefnum legg ég áherslu á að stuðla að jafnvægi milli framþróunar og farsældar. Leiðarljós mitt eru dætur mínar og sú von að þær fái að alast upp í samfélagi sem byggir á jafnvægi, mannlegum tengslum og tækifærum til að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða.
Við stöndum á tímamótum þar sem tæknin getur annaðhvort aukið eða dregið úr lífsgæðum komandi kynslóða. Tæknin getur verið valdeflandi, gert okkur kleift að takast á við stærri áskoranir og finna lausnir á flóknari áskorunum, en hún getur líka snúist upp í andhverfu sína og magnað ójöfnuð og misskiptingu.
Það er okkar val og ábyrgð að móta þessa þróun. Þess vegna helga ég mig því að stuðla að ábyrgri og manneskjulegri nýtingu tækni - svo börnin okkar erfi ekki samfélag þar sem tæknin stjórnar lífi þeirra, heldur samfélag þar sem þau geta nýtt tæknina til að auðga líf sitt og annarra.
Bækur Janúar 2025
- ✓ Benjamin Labatut: Þegar við hættum að skilja heiminn
- ✓ James C. Humes:Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni
AI grúsk Nóv-Des 2024
- • Cursor - Windsurf IDE´s
- • GPT-Engineer, Bolt.new, Replit
- • AG2 og CrewAI
- • Claude MCP • GPT-researcher, Storm • Fabric - Telos
Pælingar
- ★ Daniel Miessler spyr þessarar áhugaverðu spurningar sem er verðugt verkefni að svara: "Ég tel að ein stærsta áskorun samtímans sé ___________ og þess vegna er ég að þróa/hanna/vinna að _______"
- ★ The Most Important Sentence
- ★ Telos - A framework for finding and maintaining purpose
Tengingar
Ég er ekki að taka að mér fleiri verkefni að sinni, en ef þú hefur áhugaverða pælingu ekki hika við að hafa samband.