Gervigreind í vísindum: Bylting í uppgötvunum

September 19, 2024

Gervigreind í vísindum: Bylting í uppgötvunum

 

 

Ég þarf að stilla af blogg kerfið til að geta staðsett myndir betur, og fá bláa hlekki. 

 

 

 

Hlekkur - Introducing OpenAI o1 | OpenAI

 

Nýju módelin frá OpenAI eru ótrúlega öflug og virkilega gaman að prófa sig áfram með þeim. Ég t.d. prófaði að skrifa Python-forrit sem gerði tilraun á virkni fallhlífa. Sett var upp tvöföld blind tilraun með 10.000 og var módelið matað úr tölfræðiupplýsingum um fallhlífastökk. Eðlisfræðin var yfirfarin en þetta er langt frá því að vera ritrýnt!

 

Þetta tók mig um 40 mínútur og einfalt er að stilla forritið af varðandi reglurnar sem það styður sig við.

 

Þessi tilraun kemur til vegna greinar sem ég hef stundum vísað í varðandi gagnrýna hugsun en einnig ákveðnar áskoranir sem vísindi standa frammi fyrir.

 

- Hlekkur Parachute use to prevent death and major trauma 

 

Vísindi eins og aðrar þekkingagreinar standa á barmi byltingar. Gervigreind sérstaklega spunagreind  (LLMs) er að umbreyta því hvernig við rannsökum, greinum og uppgötvum. Þessi tækni opnar dyr að nýjum möguleikum sem áður voru óhugsandi. 

 

Gervigreindarkapphlaupið er á fleygiferð og kannski er upplifuninn að maður sé að missa af einhverju, en ég held að það séu óþarfa áhyggjur þar sem tæknin er enn að ryðja sér til rúms. Þrátt fyrir það er að mínu mati afar brýnt að vísindamenn og í raun allir sem starfa í þekkingarstörfum fari að prófa sig áfram og læra hvernig hægt er að nýta þessa tækni og vinna með hana.

 

Nýleg rannsókn hefur sýnt fram á byltingarkennda möguleika AI

 

Bættur skilningur á sjúkdómsferlum: LLMs geta greint flókin líffræðileg gögn og hjálpað til við að skilja betur tengsl milli sjúkdóma og mögulegra lyfjamarka.

 

Flýtt fyrir lyfjauppgötvunum: Með því að nýta gríðarlega reiknigetu sína geta LLMs hjálpað til við að hanna nýjar lyfjasameindir og spáð fyrir um virkni þeirra.

 

Bætt öryggi lyfja: LLMs geta spáð fyrir um mögulegar aukaverkanir og öryggismörk lyfja, sem getur dregið úr áhættu og kostnaði við þróun.

 

Bættar klínískar prófanir: Gervigreind getur hjálpað til við að hanna skilvirkari klínískar prófanir og greina niðurstöður þeirra nákvæmar.

 

 

Hlekkur - Large Language Models in Drug Discovery and Development:

 

Nvidia eru einnig að kynna tækni sem ætlað er að nýtast til lyfjarannsókna.

 

Hlekkur - NVIDIA NIM Agent Blueprint Redefines Hit Identification in Drug Discovery | NVIDIA Blog

 

Horft til framtíðar

 

 

Gervigreind mun ekki koma í stað vísindamanna, heldur auka getu þeirra. Framtíð vísinda felur í sér samstarf manna og véla, þar sem sköpunargáfa mannsins og greiningargeta AI vinna saman að lausnum flóknarri áskoranna en við höfum haft getu til hingað ti.

← Til baka