Nýr vefur í vinnslu!

September 11, 2024

Tilraunir

Heimasíða
Nýr vefur í vinnslu!

Undanfarið hef ég verið að brasa við heimasíðugerð og það hefur sannarlega verið lærdómsríkt ferli. Það var handleggur að skrá lén og koma upp gömlu á www.smarason.is .  Það var ferkar tilraunarverkefni heldur en eitthvað sem ég ætlaði að notast við til frambúðar.  Núna er hins vegar kominn frumútgáfa af nýrri síðu, sem er öllu tæknilegri og þægilegri í umgengni.

 

Þessi heimasíða sem er í raun vefapp með stjórnendaaðgangi, bloggritstjóra, samskiptamöguleika allt tengt við PostgreSQL gagnagrunn, sem eykur verulega á möguleika til þróunar. Ég er nokkuð stoltur af því sem komið er, en ég er að reyna halda í stílhreina hönnun og þetta mótíf sem ég hef verið að brasa í með hjálp Midjourney, Flux o.fl. 

 

🛠️ Tæknistakkurinn samanstendur af:

 

  • -Flask (Python vefumgjörð)

  •  

  • -PostgreSQL

  •  

  • -Render (fyrir vefhýsingu)

  •  

  • -Railway (fyrir bakendaþjónustur)

 

Lang mest af kóðanum var skrifað af spunagreind m.a Replit Agents og unnið áfram í Cursor og VS code. Í öllu þessu brasi mínu er ég orðin þokkalega læs á kóðann og það þurfti að gera allskonar lagfæringar og viðbætur til að láta þetta allt saman ganga upp, en það er einmitt það sem mér þykir svo skemmtilegt við þetta, að nýta þetta sem verkfæri ekki hugsunarlausa sjálfvirknivæðingu 🤖😁

 

Ég er líka að læra að vinna með greinar (branches) á Github, draga úr líkum á því að brjóta eitthvað.

 

Á döfinni, ekki í neinni sérstakri röð.

  • -Skrifa um verkfærinn sem ég er að nota og kynna þessa síðu betur
  •  
  • -Uppfæra Kortasjánna, gera hana betri á snjalltækjum (símum, spjaldtölvum)
  •  
  • -Frekari tilraunir með fine tune á Flux
  •  
  • -Local RAG með Ollama
  •  
  • -Lögfræðigagnagrunnurinn
  •  
  • -Bæta við fídusum á þessa heimasíðu
  •  
    • -Dark mode
    • ?

 

Læt fylgja með mynd af blogg kerfinu, en ég kynni Admin hlutan betur síðar. 

Góðar stundir

 

Kv.

M

 

← Til baka