Ég eyðilagði blogg kerfið - og las mig síðan í tilvistarkreppu...

January 19, 2025

Pælingar

Ég var ekki hættur að skrifa hérna

Ég eyðilagði blogg kerfið og fór í (frí) í desember, ákvað að nota ekki tíma til að laga það þar sem ég vissi að þetta yrði ég að gera handvirkt og önnur verkefni í forgang

Kannski hef ég heldur ekkert verið að drífa mig í að skrifa þar sem meinta fríið fór í lestur, tilraunir og greiningar sem endaði ekki neitt sérstaklega vel, ég las mig í tilvistarkreppu, ávann mér framtíðarkvíða og sökk dýpra í kanínuholuna. Er yfirtaka vélanna yfirvofandi og þróun alveg stjórnlaus? Ég hef ekki svarið en ef svo er er ólíklegt að allt fari vel. Ég er þó allur að koma til.

Staðreyndin er að það er ómögulegt að spá fyrir hvað gerist og hvort tæknin muni leiða okkur til frelsunar frá neyslu- og sérhagsmunahyggju eða samfélags sem helst má líkja við dýragarð þar sem öllum okkar þörfum verður mætt af algoritmískri nákvæmni nú eða tortímingar, það er ekkert óhugsandi. Ég dvaldi við þessar hugsanir, leyfði þeim að koma en staðreyndin er samt sú að það er til lítils og því held ég áfram að reyna kynna og temja þessa tækni í veikri von um að gera eitthvað gott.

Ég hugsa til þess að við fáum að vera til á þessum tíma og vera þátttakendur í þessari sögu, einn dag í einu, látum honum duga sína þjáningu.


Mæli með þessum þætti af Lex Friedman, langur og ítarlegur: https://lexfridman.com/dario-amodei-transcript/

← Til baka